Heiður & Hinrik

,,Við gætum ekki mælt meira með DH Kreatív og þeirra þjónustu. Þeir voru með allt á hreinu, faglegir og hafa góða nærveru. Stressið fyrir því að hafa einhvern ókunnugan að taka mann upp á brúðkaupsdaginn fór því um leið og þeir mættu á staðinn.

Það er ómetanlegt að eiga svo fallegu myndböndin sem þeir gerðu svo vel frá stóra deginum. Við erum í skýjunum með þjónustuna og munum og höfum nú þegar bent á þá fyrir frábæra þjónustu.”

Ester Rut & Sigvaldi

,,Við mælum heils hugar með að fá DH Kreatív til að koma og fanga brúðkaupsdaginn ykkar. Öll þjónusta var upp á tíu bæði við undirbúning og á deginum sjálfum. Daníel og Hilmar voru fagmannlegir í alla staði og einstaklega gott að vinna með þeim.

Afurðin var síðan alveg stórkostleg og erum við rosalega þakklát að geta haft þessar minningar á myndbandsformi um ókomna tíð."

Inga Lára & Gunnar

,,Þið eruð ótrúlega faglegir og hafið notalega nærveru og það fer ekkert fyrir ykkur á stóra deginum. Fljótir að skila af ykkur vinnunni og allt svo fínt. Við erum hæstánægð og látum klárlega verðandi brúðhjón vita af ykkur ❤️

Takk kærlega fyrir okkur.”

Theódóra & Pétur

,,Þeir Daníel og Hilmar voru fagmenn fram í fingurgóma þegar þeir tóku upp brúðkaupsdaginn okkar í september 2021. Nærvera þeirra og viðmót einkenndist af hlýju og við hefðum ekki getað ímyndað okkur betri aðila til þess að vera með okkur á þessum yndislega degi. Útkoman var líka stórkostleg og þeir náðu að festa öll dýrmætu mómentin fyrir okkur á filmu. Mælum heilshugar með DH Kreatív!”

Þórunn & Gunnar

Þórunn og Gunnar giftu sig við dásamlega fallega athöfn við Ásmundarsafn þann 13. ágúst 2022.

Skemmtilegur dagur sem við erum þakklátir fyrir að hafa fengið að vera partur af.